„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 11:06 Íbúar Óslóar gáfu Reykvíkingum fyrsta tréð árið 1951. VÍSIR/VALLI Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira