Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 09:49 Fundurinn fer fram á Grand Hótel. visir/gva Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig hvort sem miðað er við önnur umsóknarríki eða hve umsvifamikið ferlið er. Skýrslan var birt á vef stofnunarinnar í morgun en nú stendur yfir kynning á skýrslunni á Grand Hóteli. Á þeim 18 mánuðum sem viðræður um inngöngu inn í Evrópusambandið stóðu yfir, áður en hlé var gert á þeim snemma árs 2013, voru 27 af 33 samningsköflum opnaðir og Ísland afhenti samningsafstöðu sína í 29 köflum. Í ferlinu var 11 köflum lokað samdægurs. Hins vegar voru 16 kaflar enn opnir þegar hlé var gert á viðræðunum. Fram kemur í skýrslunni að þá átti enn eftir að opna sex kafla sem fjalla um sjávarútveg, landbúnað og dreifbýlisþróun, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, staðfesturétt og þjónustufrelsi, frjálsa fjármagnsflutninga og dóms- og innanríkismál. Fram kemur einnig í skýrslunni að það sé ljóst að tveggja áratuga þátttaka Íslands í EES-samstarfinu liðkaði töluvert fyrir samningum og að löggjöf hérlendis hafi að verulegu leyti verið aðlöguð löggjöf Evrópusambandsríkja, auk þess sem mikil þekking er til staðar í íslensku stjórnkerfi á viðfangsefninu. Skýrsluhöfundar telja að fimm þættir hefðu hægt samningaferlinu: • Í fyrsta lagi eru aðildarviðræður nú þyngri í vöfum eftir mikla stækkun ESB árin 2004 og 2007, þegar samtals tólf ný aðildarríki bættust í hópinn. Til að mynda hefur sérstakri rýnivinnu verið bætt við sem aðfara að viðræðum. Rýnivinnan lengdi ferlið um eitt ár. • Í öðru lagi setti hin alþjóðlega fjármálakrísa strik í reikninginn hjá báðum samningsaðilum með ýmsum hætti, og nægir þar að nefna Icesave-málið til sögunnar. • Í þriðja lagi varð skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til þess að tefja fyrir og olli því meðal annars að samningsafstaða var ekki lögð fram í ákveðnum málaflokkum, svo sem í landbúnaðarmálum. • Í fjórða lagi olli sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda í ársbyrjun 2013 að setja viðræðurnar í „hægagang“ fram yfir þingkosningar óvissu hjá ESB um áframhald þeirra og stöðvaði marga ferla í aðildarviðræðunum. • Í fimmta lagi olli makríldeilan því að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að ljóst er að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í mörgum málum. Þessar sérlausnir byggðu að mestu leyti á því sem áður hafði fengist í gegnum EES-samninginn, og voru í raun staðfesting hans. Þá hafði ESB sett lokunarviðmið í öllum þeim köflum sem opnaðir höfðu verið til viðræðna, fyrir utan þrjá kafla á gildissviði EES-samningsins og kafla 27 um umhverfismál. Lokunarviðmið eru skilyrði sem umsóknarríkinu er gert að uppfylla áður en kafla er lokað. Í mörgum tilvikum snerust lokunarviðmiðin um að Ísland ynni upp tafir á innleiðingu EES-reglna á gildissviði viðkomandi samningskafla. Skýrsluhöfundar halda því fram að aðildarviðræður, sem og samningaviðræður almennt, byggi gjarnan á því verklagi að semja fyrst um þau mál sem samhljómur er um, en sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna. „Af þessum sökum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða niðurstaða hefði komið fram í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið. Þó liggur fyrir að öll ný aðildarríki hafa hingað til getað samið um sérlausnir um ákveðin málefni er hafa legið þeim þyngst á hjarta og snerta mestu hagsmuni ríkjanna. Þess vegna hlýtur niðurstaða aðildarsamnings að ráðast af forgangsröðun stjórnvalda um það hvaða mál eru sett á oddinn í viðræðunum því óraunhæft er að ætla að hægt sé að ná nema ákveðnum fjölda mála fram í samningum," segir í skýrslunni. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig hvort sem miðað er við önnur umsóknarríki eða hve umsvifamikið ferlið er. Skýrslan var birt á vef stofnunarinnar í morgun en nú stendur yfir kynning á skýrslunni á Grand Hóteli. Á þeim 18 mánuðum sem viðræður um inngöngu inn í Evrópusambandið stóðu yfir, áður en hlé var gert á þeim snemma árs 2013, voru 27 af 33 samningsköflum opnaðir og Ísland afhenti samningsafstöðu sína í 29 köflum. Í ferlinu var 11 köflum lokað samdægurs. Hins vegar voru 16 kaflar enn opnir þegar hlé var gert á viðræðunum. Fram kemur í skýrslunni að þá átti enn eftir að opna sex kafla sem fjalla um sjávarútveg, landbúnað og dreifbýlisþróun, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, staðfesturétt og þjónustufrelsi, frjálsa fjármagnsflutninga og dóms- og innanríkismál. Fram kemur einnig í skýrslunni að það sé ljóst að tveggja áratuga þátttaka Íslands í EES-samstarfinu liðkaði töluvert fyrir samningum og að löggjöf hérlendis hafi að verulegu leyti verið aðlöguð löggjöf Evrópusambandsríkja, auk þess sem mikil þekking er til staðar í íslensku stjórnkerfi á viðfangsefninu. Skýrsluhöfundar telja að fimm þættir hefðu hægt samningaferlinu: • Í fyrsta lagi eru aðildarviðræður nú þyngri í vöfum eftir mikla stækkun ESB árin 2004 og 2007, þegar samtals tólf ný aðildarríki bættust í hópinn. Til að mynda hefur sérstakri rýnivinnu verið bætt við sem aðfara að viðræðum. Rýnivinnan lengdi ferlið um eitt ár. • Í öðru lagi setti hin alþjóðlega fjármálakrísa strik í reikninginn hjá báðum samningsaðilum með ýmsum hætti, og nægir þar að nefna Icesave-málið til sögunnar. • Í þriðja lagi varð skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til þess að tefja fyrir og olli því meðal annars að samningsafstaða var ekki lögð fram í ákveðnum málaflokkum, svo sem í landbúnaðarmálum. • Í fjórða lagi olli sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda í ársbyrjun 2013 að setja viðræðurnar í „hægagang“ fram yfir þingkosningar óvissu hjá ESB um áframhald þeirra og stöðvaði marga ferla í aðildarviðræðunum. • Í fimmta lagi olli makríldeilan því að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að ljóst er að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í mörgum málum. Þessar sérlausnir byggðu að mestu leyti á því sem áður hafði fengist í gegnum EES-samninginn, og voru í raun staðfesting hans. Þá hafði ESB sett lokunarviðmið í öllum þeim köflum sem opnaðir höfðu verið til viðræðna, fyrir utan þrjá kafla á gildissviði EES-samningsins og kafla 27 um umhverfismál. Lokunarviðmið eru skilyrði sem umsóknarríkinu er gert að uppfylla áður en kafla er lokað. Í mörgum tilvikum snerust lokunarviðmiðin um að Ísland ynni upp tafir á innleiðingu EES-reglna á gildissviði viðkomandi samningskafla. Skýrsluhöfundar halda því fram að aðildarviðræður, sem og samningaviðræður almennt, byggi gjarnan á því verklagi að semja fyrst um þau mál sem samhljómur er um, en sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna. „Af þessum sökum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða niðurstaða hefði komið fram í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið. Þó liggur fyrir að öll ný aðildarríki hafa hingað til getað samið um sérlausnir um ákveðin málefni er hafa legið þeim þyngst á hjarta og snerta mestu hagsmuni ríkjanna. Þess vegna hlýtur niðurstaða aðildarsamnings að ráðast af forgangsröðun stjórnvalda um það hvaða mál eru sett á oddinn í viðræðunum því óraunhæft er að ætla að hægt sé að ná nema ákveðnum fjölda mála fram í samningum," segir í skýrslunni.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53