Nico Rosberg á ráspól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. apríl 2014 16:27 Rosberg fagnar eftir góða tímatöku. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. „Að hefja keppni á ráspól er augljóslega gott, en á morgun er önnur áskorun, þar verður dekkjaslit aðal vandamálið en vonandi náum við að vinna á morgun,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna. Ricciardo mun hefja keppni 10 sætum aftar en hann endaði í tímatökunni. Refsingin kemur til vegna atviks á þjónustusvæði í síðustu keppni. Hann fór þá af stað með eitt laust dekk eftir þjónustuhlé. Hann ræsir því þrettándi.Maldonado komst ekki uppúr fyrstu lotu í dag. Lotus enn í vanda.Vísir/GettyMikill munur er á hraða eftir dekkjum þessa helgina. Mercedes menn notuðu eingöngu harðari gerð helgarinnar, sem eru millihörð dekk, í fyrstu lotu. Mýkri gerðin er um það bil 2 sekúndum hraðskreiðari á hverjum hring. Það undirstrikar yfirburði Mercedes bílsins að þeir komust þrátt fyrir það auðveldlega í aðra lotu.Romain Grosjean rétt náði að komast í aðra lotuna en ýtti þá liðsfélaga sínum, Pastor Maldonado yfir línuna og út úr tímatökunni. Önnur lotan hófst en enginn fór af stað í fyrstu. Ástæðan er sú að í ljósaskiptunum kólnar mikið og þá skila vélarnar meira afli. Sebastian Vettel komst ekki áfram í þriðju lotu. 7 bílar af 10 í þriðju lotu voru knúnir af Mercedes vélum. Vettel sagði eftir tímatökuna „Lokatilraunin var erfið, dekkin voru að læsast. Við höfum verið að fikta með stillingar á þessu undanfarið, ég vil ekki kenna því um, það var meiri hraði til í bílnum.“ Undir lok þriðju lotu læsti Hamilton dekki í fyrstu beygju og eyðilagði þar með möguleika sína á að reyna að næla í ráspól. „Dekkjaslit verður mikið vandamál á morgun, þannig er það alltaf hér,“ sagði Hamilton. Ökumenn í sætum fjögur til þrettán munu færast upp um eitt sæti vegna refsingar Ricciardo.Hamilton, Rosberg og Ricciardo. Þrír fljótustu menn tímatökunnar.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - ræsir 13. 4.Valtteri Bottas - Williams 5.Sergio Perez - Force India 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Jenson Button - McLaren 8.Felipe Massa - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Fernando Alonso - Ferrari Þessir duttu út í annari umferð: 11.Sebastian Vettel - Red Bull 12.Nico Hulkenberg - Force India 13.Daniil Kvyat - Toro Rosso 14.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Romain Grosjean - Lotus Þessir duttu út í fyrstu umferð: 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Kamui Kobayashi - Caterham 20.Jules Bianchi - Marussia 21.Marcus Ericsson - Caterham 22.Max Chilton - Marussia Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 14:30 á morgun. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Sauber bíllinn mun léttast Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla. 2. apríl 2014 16:45 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24 Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega. 1. apríl 2014 13:45 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun. „Að hefja keppni á ráspól er augljóslega gott, en á morgun er önnur áskorun, þar verður dekkjaslit aðal vandamálið en vonandi náum við að vinna á morgun,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna. Ricciardo mun hefja keppni 10 sætum aftar en hann endaði í tímatökunni. Refsingin kemur til vegna atviks á þjónustusvæði í síðustu keppni. Hann fór þá af stað með eitt laust dekk eftir þjónustuhlé. Hann ræsir því þrettándi.Maldonado komst ekki uppúr fyrstu lotu í dag. Lotus enn í vanda.Vísir/GettyMikill munur er á hraða eftir dekkjum þessa helgina. Mercedes menn notuðu eingöngu harðari gerð helgarinnar, sem eru millihörð dekk, í fyrstu lotu. Mýkri gerðin er um það bil 2 sekúndum hraðskreiðari á hverjum hring. Það undirstrikar yfirburði Mercedes bílsins að þeir komust þrátt fyrir það auðveldlega í aðra lotu.Romain Grosjean rétt náði að komast í aðra lotuna en ýtti þá liðsfélaga sínum, Pastor Maldonado yfir línuna og út úr tímatökunni. Önnur lotan hófst en enginn fór af stað í fyrstu. Ástæðan er sú að í ljósaskiptunum kólnar mikið og þá skila vélarnar meira afli. Sebastian Vettel komst ekki áfram í þriðju lotu. 7 bílar af 10 í þriðju lotu voru knúnir af Mercedes vélum. Vettel sagði eftir tímatökuna „Lokatilraunin var erfið, dekkin voru að læsast. Við höfum verið að fikta með stillingar á þessu undanfarið, ég vil ekki kenna því um, það var meiri hraði til í bílnum.“ Undir lok þriðju lotu læsti Hamilton dekki í fyrstu beygju og eyðilagði þar með möguleika sína á að reyna að næla í ráspól. „Dekkjaslit verður mikið vandamál á morgun, þannig er það alltaf hér,“ sagði Hamilton. Ökumenn í sætum fjögur til þrettán munu færast upp um eitt sæti vegna refsingar Ricciardo.Hamilton, Rosberg og Ricciardo. Þrír fljótustu menn tímatökunnar.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - ræsir 13. 4.Valtteri Bottas - Williams 5.Sergio Perez - Force India 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Jenson Button - McLaren 8.Felipe Massa - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Fernando Alonso - Ferrari Þessir duttu út í annari umferð: 11.Sebastian Vettel - Red Bull 12.Nico Hulkenberg - Force India 13.Daniil Kvyat - Toro Rosso 14.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Romain Grosjean - Lotus Þessir duttu út í fyrstu umferð: 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Kamui Kobayashi - Caterham 20.Jules Bianchi - Marussia 21.Marcus Ericsson - Caterham 22.Max Chilton - Marussia Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 14:30 á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Sauber bíllinn mun léttast Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla. 2. apríl 2014 16:45 Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45 Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24 Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega. 1. apríl 2014 13:45 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20
Sauber bíllinn mun léttast Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla. 2. apríl 2014 16:45
Mercedes-menn fljótastir í Barein Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari. 4. apríl 2014 21:45
Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24
Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega. 1. apríl 2014 13:45