Ögmundur mótmælir í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2014 14:06 vísir/pjetur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00
„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27
Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06
„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17