Ögmundur mótmælir í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2014 14:06 vísir/pjetur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00
„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27
Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06
„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17