Ögmundur mótmælir í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2014 14:06 vísir/pjetur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00
„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27
Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06
„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17