Enski boltinn

Newcastle fær frí frá Rooney | Tæpur fyrir Bayern-leikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney er tæpur fyrir Bayern-leikinn.
Wayne Rooney er tæpur fyrir Bayern-leikinn. Vísir/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður ekki með Englandsmeisturunum á morgun þegar þeir mæta Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Rooney er meiddur á tá og getur ekki spilað á morgun og er einnig vafi um hvort hann geti verið með í seinni leiknum gegn Bayern München í Meistaradeildinni í næstu viku.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Newcastle enda Rooney verið duglegur að skora gegn liðinu í úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 10 mörk gegn Newcastle í deildinni á sínum ferli.

Aðeins Aston Villa hefur átt í meiri vandræðum með Rooney en hann hefur skorað tólf mörk á móti Villa-mönnum.

Rooney er búinn að vera langbesti leikmaður Manchester United á tímabilinu en hann er markahæstur United-manna í deildinni með 15 mörk og þá hefur hann gefið langflestar stoðsendingar eða tíu talsins. Næsti maður, Robin van Persie, er með ellefu mörk og þrjá stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×