Enski boltinn

Moyes: Styttist í að Fellaini skori mark

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Moyes er ekki sammaála flestum um frammistöðu Fellaini á móti Bayern.
Moyes er ekki sammaála flestum um frammistöðu Fellaini á móti Bayern.
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er á því að Belginn hárprúði MarouaneFellaini sé byrjaður að standa undir 27,5 milljóna punda kaupverðinu.

Moyes tók Fellaini með sér frá Everton síðasta sumar en Belginn hefur átt skelfilegt fyrsta tímabil á Old Trafford.

Honum hefur ekki enn tekist að skora fyrir liðið og þá fékk hann t.a.m. ekki einu sinni einkunn frá spænska íþróttablaðinu AS fyrir frammistöðu sína gegn Bayern München.

„Það er ekki auðvelt koma til Manchester United. Það get ég vitnað um,“ sagði Moyes á blaðamannafundi í dag fyrir útileik meistaranna gegn Newcastle um helgina.

„Það hefur reynst Fellaini erfitt rétt eins og mér en ég verð að segja hann hefur verið að standa sig betur undanfarið. Mér fannst spilamennska hans gegn Bayern batna eftir því sem á leið leikinn. Við þurftum á honum að halda og mér fannst hann spila mjög vel.“

„Hann stóð sig líka vel á móti Aston Villa og það styttist í að hann skori. Við keyptum Marouane Fellaini ekki til að spila hvern einasta leik í úrvalsdeildinni heldur til að spila marga leiki. Hann stóð sig vel gegn West Ham, Aston Villa og Bayern,“ sagði David Moyes.


Tengdar fréttir

Fellaini fékk ekki einkunn

Spænska dagblaðið AS var ekki hrifið af frammistöðu Belgans Marouane Fellaini, leikmanns Manchester United, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×