Sport

Einar Kristinn og Helga María unnu stórsvigið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helga María varð Íslandsmeistari kvenna í stórsvigi.
Helga María varð Íslandsmeistari kvenna í stórsvigi. Vísir/Getty
Ólympíufararnir Einar Kristinn Kristgeirsson og Helga María Vilhjálmsdóttir voru sigursæl á Skíðamóti Íslands í dag.

Keppt var í stórsvigi í Hlíðarfjalli á Akureyri og báru þau Einar Kristinn og Helga María sigur úr býtum.

Helga María var með meira en tveggja sekúndna forystu eftir fyrri verðina og kláraði þá síðari örugglega. Samanlagður tími hennar var 2:18,02 mínútur en Freydís Halla Einarsdóttir kom næst á 2:19,20 mínútum. Erla Ásgersdóttir varð svo þriðja á 2:20,29 mínútum.

Einar Kristinn var einnig fremstur eftir fyrri ferðina og náði svo þriðju bestu ferð í síðari umferð. Hann kom í mark á 2:13,74 mínútum en Ástralinn Dominic Demschar kom næstur á 2:14,49 mínútum.

Sturla Snær Snorrason varð þriðji, rétt á undan Slóvenanum Miha Kuerrner og Bryan Cookson frá Kanada. Arnar Geir Ísaksson varð þriðji meðal Íslendinganna og níundi alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×