Tíska og hönnun

JÖR skilaði áhorfendum út í nóttina í óútskýranlegri vímu

Guðmundur Jörundsson eftir tískusýninguna í Hörpu
Guðmundur Jörundsson eftir tískusýninguna í Hörpu Vísir/Andri Marínó
„Innan um gagnleg útivörumerkjum og handfylli af ungum upprennandi hönnuðum með draum um alþjóðlegan frama var eitt merki sem að skar sig úr: JÖR, merki Guðmundar Jörundssonar sem stofnað var árið 2012 af Gunnari Erni Petersen og hönnuðinum Guðmundi Jörundssyni,“ segir meðal annars í umfjöllun Euroman um Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu á laugardaginn síðasta.

„Hinn 26 ára Guðmundur hefur sýnt þrjár fatalínur sem hingað til hefur verið hægt að lýsa sem nýstárlegri klassískri klæðskerasniðinni herrafatahönnun. Á Reykjavík Fashion Festival um helgina kom Guðmundur Jörundsson heldur betur á óvart,“ segir einnig í umfjölluninni þar sem sagt er að JÖR hafi skilað áhorfendum út í nóttina í óútskýranlegri vímu.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér og myndir af tískusýningu JÖR í Hörpu um helgina má sjá hér.

RFF

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.