„Business as usual“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. apríl 2014 20:35 „Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf.
Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira