Láglaunalandið Ísland Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 2. apríl 2014 15:46 Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun