Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2014 13:02 Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. Fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir Íslendinga verða að meta hvort meiri hagsmunum sé fórnandi fyrir minni með því að halda áfram hvalveiðum í andstöðu við alþjóðasamfélagið. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll tvíhliða samskipti við Íslendinga verði endurskoðuð og þrýst á þá að hætta veiðum á langreyð. Forsetinn hefur sent Bandaríkjaþingi og öllum ráðuneytum minnisblað þar sem skorað er á þessar stofnanir að endurmeta öll tvíhliða samskipti við Íslendinga vegna veiða þeirra á langreyð. Tegundin sé í útrýmingarhættu og beinir forsetinn þeim tilmælum til ráðuneyta að þau endurskoði öll samskipti sín við Íslendinga og hvort fundir með þeim skuli yfirleitt haldnir. Obama leggur þó ekki til að beinar viðskiptahindranir verði settar á Íslendinga.Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd er alfarið á móti hvalveiðunum. „Ég tel að sjálfsögðu að þetta sé mjög alvarlegt vegna þess að við eigum í miklum samskiptum við Bandaríkin á ýmsum sviðum. Afstaða mín til hvalveiðanna er hefur lengi verið þekkt. Ég er þeim algerlega andsnúinn og tel að fyrst og fremst að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og að við verðum þess vegna að taka raunverulega umræðu um hverjir okkar hagsmunir eru. Meta þá raunverulega án þess að vera með einhvern sjálfbirgingshátt, eins og mér eins og því miður að mínu mati hefur einkennt umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi,“ segir Árni Þór. Obama beinir tilmælum sínum einnig til utanríkisráðuneytisins og segir að endurskoða beri öll tvíhliða verkefni þjóðanna og beita öllum ráðum til að þrýsta á Íslendinga að fara að samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Stærsti gildandi samningur þjóðanna er án efa varnarsamningurinn. En frá því bandarískur hermenn yfirgáfu Ísland árið 2006 hefur kólnað í samskiptum þjóðanna. „Ég vil nú kannski ekki kalla það alkul, en það er augljóst að hvalveiðaranr eru að hafa veruleg áhrif á okkar samskipti, bæði pólitískt og áræðanlega líka viðskiptaleg og efnahagsleg,“ segir Árni Þór. En það eru fyrirhugaðar fríverslunarviðræður milli landanna, sem gætu reynst Íslendingum mikilvægar enda um risamarkað að ræða í Bandaríkjunum. „Ég held að þetta geti hæglega og áræðanlega á allar slíkar hugmyndir ef Íslendingar bregðast ekki við með einhverjum hætti.“ Tengdar fréttir Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir Íslendinga verða að meta hvort meiri hagsmunum sé fórnandi fyrir minni með því að halda áfram hvalveiðum í andstöðu við alþjóðasamfélagið. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll tvíhliða samskipti við Íslendinga verði endurskoðuð og þrýst á þá að hætta veiðum á langreyð. Forsetinn hefur sent Bandaríkjaþingi og öllum ráðuneytum minnisblað þar sem skorað er á þessar stofnanir að endurmeta öll tvíhliða samskipti við Íslendinga vegna veiða þeirra á langreyð. Tegundin sé í útrýmingarhættu og beinir forsetinn þeim tilmælum til ráðuneyta að þau endurskoði öll samskipti sín við Íslendinga og hvort fundir með þeim skuli yfirleitt haldnir. Obama leggur þó ekki til að beinar viðskiptahindranir verði settar á Íslendinga.Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd er alfarið á móti hvalveiðunum. „Ég tel að sjálfsögðu að þetta sé mjög alvarlegt vegna þess að við eigum í miklum samskiptum við Bandaríkin á ýmsum sviðum. Afstaða mín til hvalveiðanna er hefur lengi verið þekkt. Ég er þeim algerlega andsnúinn og tel að fyrst og fremst að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og að við verðum þess vegna að taka raunverulega umræðu um hverjir okkar hagsmunir eru. Meta þá raunverulega án þess að vera með einhvern sjálfbirgingshátt, eins og mér eins og því miður að mínu mati hefur einkennt umræðurnar um hvalveiðar á Íslandi,“ segir Árni Þór. Obama beinir tilmælum sínum einnig til utanríkisráðuneytisins og segir að endurskoða beri öll tvíhliða verkefni þjóðanna og beita öllum ráðum til að þrýsta á Íslendinga að fara að samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Stærsti gildandi samningur þjóðanna er án efa varnarsamningurinn. En frá því bandarískur hermenn yfirgáfu Ísland árið 2006 hefur kólnað í samskiptum þjóðanna. „Ég vil nú kannski ekki kalla það alkul, en það er augljóst að hvalveiðaranr eru að hafa veruleg áhrif á okkar samskipti, bæði pólitískt og áræðanlega líka viðskiptaleg og efnahagsleg,“ segir Árni Þór. En það eru fyrirhugaðar fríverslunarviðræður milli landanna, sem gætu reynst Íslendingum mikilvægar enda um risamarkað að ræða í Bandaríkjunum. „Ég held að þetta geti hæglega og áræðanlega á allar slíkar hugmyndir ef Íslendingar bregðast ekki við með einhverjum hætti.“
Tengdar fréttir Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09
Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03