„Ég fann það að dauðinn var bara þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:00 Hönd Róberts mölbrotnaði í slysinu. mynd/skjáskot af vef rúv „Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira