Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2014 00:01 Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark að auki og átti flottan leik alveg eins og í sigrinum á móti Manchester City um síðustu helgi. Þetta var ellefti deildarsigur Liverpool-manna í röð. Liverpool hefur nú fimm stigum meira en Chelsea og níu stigum meira en Manchester City sem á tvo leiki inni á Liverpool. Norwich-liðið stríddi Liverpool-liðinu mikið í seinni hálfleiknum en toppliðið hélt út og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Liverpool fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Raheem Sterling skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu með frábæru langskoti eftir að hafa fengið nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Raheem Sterling lagði síðan upp annað mark fyrir Luis Suarez sjö mínútum síðar en Sterling stakk boltanum þá fram fyrir hlaup hjá Úrúgvæmanninum sem skoraði af mikilli yfirvegun rétt utan markteigs. Það leit út fyrir öruggan Liverpool-sigur í hálfleik en Norwich-menn tóku hinsvegar öll völd í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool lenti í miklum vandræðum sem endaði með því að Gary Hooper minnkaði muninn á 54. mínútu eftir slæm mistök Simon Mignolet, markvarðar Liverpool. Það virtist vera að stefna í aðra eins skyndi-endurkomu og hjá Manchester City á móti Liverpool um síðustu helgi en Liverpool virtist vakna af værum blundi eftir mark Hooper. Raheem Sterling ætlar að reynast Liverpool-liðinu dýrmætur á lokasprettinum en hann kom liðinu í 3-1 á 64. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Sterling vann boltann og keyrði upp að teignum þar sem hann hafði aðeins heppnina með sér þegar boltinn fór af varnarmanni Norwich og yfir John Ruddy í marki Norwich. Norwich-menn gáfust hinsvegar ekkert upp og Robert Snodgrass minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu með góum skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Olsson. Þetta setti mikla spennu í lokamínútur leiksins en Liverpool hélt út og fagnaði sigri í ellefta deildarleiknum í röð. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark að auki og átti flottan leik alveg eins og í sigrinum á móti Manchester City um síðustu helgi. Þetta var ellefti deildarsigur Liverpool-manna í röð. Liverpool hefur nú fimm stigum meira en Chelsea og níu stigum meira en Manchester City sem á tvo leiki inni á Liverpool. Norwich-liðið stríddi Liverpool-liðinu mikið í seinni hálfleiknum en toppliðið hélt út og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Liverpool fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Raheem Sterling skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu með frábæru langskoti eftir að hafa fengið nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Raheem Sterling lagði síðan upp annað mark fyrir Luis Suarez sjö mínútum síðar en Sterling stakk boltanum þá fram fyrir hlaup hjá Úrúgvæmanninum sem skoraði af mikilli yfirvegun rétt utan markteigs. Það leit út fyrir öruggan Liverpool-sigur í hálfleik en Norwich-menn tóku hinsvegar öll völd í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool lenti í miklum vandræðum sem endaði með því að Gary Hooper minnkaði muninn á 54. mínútu eftir slæm mistök Simon Mignolet, markvarðar Liverpool. Það virtist vera að stefna í aðra eins skyndi-endurkomu og hjá Manchester City á móti Liverpool um síðustu helgi en Liverpool virtist vakna af værum blundi eftir mark Hooper. Raheem Sterling ætlar að reynast Liverpool-liðinu dýrmætur á lokasprettinum en hann kom liðinu í 3-1 á 64. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Sterling vann boltann og keyrði upp að teignum þar sem hann hafði aðeins heppnina með sér þegar boltinn fór af varnarmanni Norwich og yfir John Ruddy í marki Norwich. Norwich-menn gáfust hinsvegar ekkert upp og Robert Snodgrass minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu með góum skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Olsson. Þetta setti mikla spennu í lokamínútur leiksins en Liverpool hélt út og fagnaði sigri í ellefta deildarleiknum í röð.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira