Innlent

Ingólfur heldur áfram

Jón Júlíus Karlsson skrifar
13 eru látnir eftir snjóflóðið sem féll á Everest-fjalli í gærkvöldi. Ingólfur Axelsson segist ætla að halda áfram fjallgöngu sinni á Everest-fjall en Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að gefa sér nokkra daga áður en hún ákveður framhaldið.

Snjóflóðið féll í um 5800 metra hæð snemma í gærmorgun og hafa yfirvöld í Nepal staðfest að 13 séu látnir. Hinir látnu eru þrautreyndir fjallaleiðsögumenn, þar af þrír úr hópi þeirra Ingólfs Axelssonar og Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem staðsett voru í grunnbúðum Everest þegar snjófljóðið féll.

Vilborg Arna greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að gærdagurinn hafi verið hörmungardagur á Everest. Hún ætlar að gefa sér nokkra daga áður en hún ákveður framhaldið. Hún og Ingólfur dvelja í grunnbúðunum í um 5300 metra hæð og eru í hæðaraðlögun áður en þau hefja göngu á tind fjallsins.

Slæmt símasamband er á Everest en útvarpsþátturinn Valtýr og Jói á Bylgjunni náði sambandi við Ingólf í dag sem er staðráðinn í að halda áfram. Nánar í myndbandinu hér að ofan.



Tengdar fréttir

Móðurhjartað sló mikið eftir snjóflóðið

Móðir Ingólfs Axelssonar Everest-fara segist vera mjög þakklát fyrir að hann og Vilborg Arna Gissurardóttir séu heil á húfi eftir snjóflóðið mannskæða í fjallinu í gær.

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Móðir Vilborgar: „Hún er þjóðarstolt“

"Ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×