Innlent

"Besta, skemmtilegasta og fallegasta samtal sem ég hef átt við hann Ingólf minn"

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Everestfararnir íslensku eru heilir á húfi
Everestfararnir íslensku eru heilir á húfi
Mannskæðasta slys í sögu Everest-fjalls átti sér stað aðfaranótt föstudags þegar snjóflóð féll í grennd við grunnbúðir fjallsins.

Móðir Ingólfs Axelssonar, sem staddur er í grunnbúðunum um 500 metrum fyrir neðan staðinn þar sem snjóflóðið féll, segir klukkustundirnar sem hún beið fregna af syni sínum hafa verið hræðilegar. 

"Ég vaknaði snemma og við sáum að það hefði orðið snjóflóð í Everst, og líðanin var hræðileg. Þetta voru hræðilegir klukktímar," segir móðir Ingóllfs.

Hún náði samband við Ingólf um hálfellefu í gær og segir fegin að samtalið hafi verið það besta, skemmtilegasta og fallegasta sem hún hafi átt við son sinn. 

Að minnsta kosti 12 fórust í snjóflóðinu en enn er einhverra saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×