Móðir Vilborgar: „Hún er þjóðarstolt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2014 19:55 Vilborg Arna Gissurardóttir og Sólveig Aradóttir. „Hún fyllir mig stolti. Okkur foreldrana báða og þjóðina. Hún er í raun þjóðarstolt. Við eigum hana öll,“ segir Sólveig Aradóttir, móðir Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stödd er í grunnbúðum Everestfjalls. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Sólveigu í dag. Snjóflóðið féll í hlíðum Everest í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrettán eru látnir hið minnsta og eru hinir látnu allir þaulvanir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Snjóflóðið er það mannskæðasta sem orðið hefur. Vilborg Arna hlúði að hinum slösuðu í sjúkratjaldi í dag og aðstoðaði eftir bestu getu. „Ég spurði hana hvernig henni liði og hún sagði „bara“. Ég veit hvað það þýðir. Það er öruggt mál að það er ekki auðvelt að vera þarna í dag,“segir Sólveig. Hún segir daginn sinn ekki hafa verið auðveldan, ekki hafi náðst í Vilborgu símleiðis því ekkert símasamband hafi verið á svæðinu eftir að snjóflóðið féll. Henni létti því vitanlega þegar hún sá færslu Vilborgar á Facebook „I‘m ok!“.Hvert heldurðu að framhaldið verði? „Hún hefur engu uppljóstrað, en ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“Hafa misst fyrirmyndir Íslendingarnir tveir, þau Vilborg Arna og Ingólfur Ragnar Axelsson, eru í hæðaraðlögun í grunnbúðum og ætluðu að leggja á tindinn í næsta mánuði. Þau vöknuðu við hávaðann í snjóflóðinu en eru bæði heil á húfi og fréttastofa náði tali af Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði hún. „Sherparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sherpar úr þeirra hópi létu lífið. Talið er að allt að 100 manns hafi orðið fyrir flóðinu og voru slasaðir fluttir í sjúkratjöld í grunnbúðum. Þar lagði Vilborg Arna sitt af mörkum með því að hlúa að sárum minna slasaðra. Vilborg gekk í gær upp í fyrstu búðir í hæðaraðlögun. Þær eru í sömu hæð og flóðið féll í og eru búðirnar á Pumo Ri fjalli sem er það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. 19. október árið 1988 lögðu tveir Íslendingar, þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson, á fjallið en þeir náðu aldrei tindinum. Þremur árum síðar gekk Ari Kristinn Gunnarsson á Pumo Ri til að heiðra minningu þeirra, en hann féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið.Teikning af Everest fyrir ofan grunnbúðir. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð. Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Hún fyllir mig stolti. Okkur foreldrana báða og þjóðina. Hún er í raun þjóðarstolt. Við eigum hana öll,“ segir Sólveig Aradóttir, móðir Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stödd er í grunnbúðum Everestfjalls. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Sólveigu í dag. Snjóflóðið féll í hlíðum Everest í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrettán eru látnir hið minnsta og eru hinir látnu allir þaulvanir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Snjóflóðið er það mannskæðasta sem orðið hefur. Vilborg Arna hlúði að hinum slösuðu í sjúkratjaldi í dag og aðstoðaði eftir bestu getu. „Ég spurði hana hvernig henni liði og hún sagði „bara“. Ég veit hvað það þýðir. Það er öruggt mál að það er ekki auðvelt að vera þarna í dag,“segir Sólveig. Hún segir daginn sinn ekki hafa verið auðveldan, ekki hafi náðst í Vilborgu símleiðis því ekkert símasamband hafi verið á svæðinu eftir að snjóflóðið féll. Henni létti því vitanlega þegar hún sá færslu Vilborgar á Facebook „I‘m ok!“.Hvert heldurðu að framhaldið verði? „Hún hefur engu uppljóstrað, en ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“Hafa misst fyrirmyndir Íslendingarnir tveir, þau Vilborg Arna og Ingólfur Ragnar Axelsson, eru í hæðaraðlögun í grunnbúðum og ætluðu að leggja á tindinn í næsta mánuði. Þau vöknuðu við hávaðann í snjóflóðinu en eru bæði heil á húfi og fréttastofa náði tali af Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði hún. „Sherparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sherpar úr þeirra hópi létu lífið. Talið er að allt að 100 manns hafi orðið fyrir flóðinu og voru slasaðir fluttir í sjúkratjöld í grunnbúðum. Þar lagði Vilborg Arna sitt af mörkum með því að hlúa að sárum minna slasaðra. Vilborg gekk í gær upp í fyrstu búðir í hæðaraðlögun. Þær eru í sömu hæð og flóðið féll í og eru búðirnar á Pumo Ri fjalli sem er það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. 19. október árið 1988 lögðu tveir Íslendingar, þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson, á fjallið en þeir náðu aldrei tindinum. Þremur árum síðar gekk Ari Kristinn Gunnarsson á Pumo Ri til að heiðra minningu þeirra, en hann féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið.Teikning af Everest fyrir ofan grunnbúðir. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð.
Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
"Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19
Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11