Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2014 19:45 Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent