Mannskæðasta slys í sögu Everest Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2014 10:43 Snjóflóðið sem féll í hlíðum Everest í nótt er það mannskæðasta sem orðið hefur síðan fjallgöngur hófust á þeim slóðum. Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á tindinn fyrstir manna árið 1953 og hafa þrjú þúsund manns einnig náð þeim áfanga, en hafa rúmlega þrjú hundruð manns látið lífið á leiðinni upp tindinn. Mannskæðasta slysið til þessa var fyrir átján árum síðan, eða hinn 10.maí 1996, þegar átta létu lífið í miklu óveðri þann dag. Bókin Into thin air var síðar skrifuð um daginn örlagaríka. Á síðasta ári klifu fimm hundruð manns upp tindinn og létust þar af átta manns. Nepölsk stjórnvöld óttast að of fjölmennt sé á fjallinu hverju sinni og verður því unnið að því að draga úr fjölda fjallgöngumanna á þeim slóðum. Everestfjall er hæsta fjall heims og er hæsti tindur þess 8.850 metrar. Fjallið er á landamærum Nepal og Kína. Þrettán eru látnir eftir snjóflóð sem féll í nótt og talið er að allir þeir séu fjallaleiðsögumenn, eða sherpar. Enn er nokkurra saknað. Tengdar fréttir Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Snjóflóðið sem féll í hlíðum Everest í nótt er það mannskæðasta sem orðið hefur síðan fjallgöngur hófust á þeim slóðum. Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á tindinn fyrstir manna árið 1953 og hafa þrjú þúsund manns einnig náð þeim áfanga, en hafa rúmlega þrjú hundruð manns látið lífið á leiðinni upp tindinn. Mannskæðasta slysið til þessa var fyrir átján árum síðan, eða hinn 10.maí 1996, þegar átta létu lífið í miklu óveðri þann dag. Bókin Into thin air var síðar skrifuð um daginn örlagaríka. Á síðasta ári klifu fimm hundruð manns upp tindinn og létust þar af átta manns. Nepölsk stjórnvöld óttast að of fjölmennt sé á fjallinu hverju sinni og verður því unnið að því að draga úr fjölda fjallgöngumanna á þeim slóðum. Everestfjall er hæsta fjall heims og er hæsti tindur þess 8.850 metrar. Fjallið er á landamærum Nepal og Kína. Þrettán eru látnir eftir snjóflóð sem féll í nótt og talið er að allir þeir séu fjallaleiðsögumenn, eða sherpar. Enn er nokkurra saknað.
Tengdar fréttir Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11