Innlent

Ingólfur er heill á húfi

Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. 



"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest.

Á síðunni kemur fram að fregnir hafi borist af Ingólfi í gegnum Vilborgu Örnu þar sem staðfest er að hann sé heill á húfi.

Að minnsta kosti tólf eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun, í um 5.800 metra hæð og tæpum 500 metrum ofan við grunnbúðir. Snjóflóðið féll skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma eða um klukkan sjö að morgni í Nepal.

Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.

Þrír eru alvarlega slasaðir en fimmtíu manns voru í hópi leiðsögumanna sem varð fyrir flóðinu. 


Tengdar fréttir

"Þetta er litla barnið mitt“

Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli.

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×