Viðskipti innlent

Ferðaþjónustureikningar framvegis gerðir af Hagstofu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður. mynd/atvinnuvegaraduneyti.is
Hér eftir mun Hagstofa Íslands halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga. Fram kemur í tilkynningu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins að mikil vöntun hafi verið á tölfræði sem varðar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar og hefur samanburður við önnur lönd verið erfiður. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning þess efnis og er hann til þriggja ára.

Markmiðið með samningnum er að tryggja að hægt verði að meta efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu fyrir íslenskt efnahagslíf þannig að samanburður fáist á vægi hennar milli landa.

Ferðaþjónustureikningar (Tourism Satellite Accounts) eru unnir skv. aðferðafræði TSA og taka þeir til neyslu og framleiðslu í ferðaþjónustu, framleiðsluvirði, fjárfestingu, samneyslu og fleiri þátta sem viðkoma reikningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×