„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 19:34 „Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
„Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira