„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 19:34 „Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
„Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira