Ólafur Björn gat ekki hafið leik vegna ofsaveðurs Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 22:00 Ólafur tók mynd frá hótelherberginu sem sýnir veðrið í Orlando í dag. Mynd/Samsett Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, átti að leika fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir kanadísku PGA-mótaröðina á Reunion Nicklaus-vellinum í Orlando í Bandaríkjunum í dag. Hann átti að slá af fyrsta teig klukkan 14.09 að staðartíma en keppni var frestað rétt áður en hann gat farið af stað vegna ofsaveðurs sem reið yfir Orlando. „Þrumur, eldingar og úrhellisrigning í Orlando. Leik var hætt rétt áður en ég hélt á fyrsta teig. Núna bíð ég bara spenntur eftir að veðrið batni. Ég mun ekki ná að klára hringinn í dag en spurning hvort ég spili einhverjar holur,“ segir Ólafur Björn á Facebook-síðu sinni. Úrtökumótið er 72 holur og fá 18 efstu fullan þátttökurétt og þeir 22 næstu takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni í ár. „Undirbúningurinn hefur gengið vel og ég hlakka til að hefja keppni ... Ég ætla að einblína á að slá eitt högg í einu í mótinu, halda þolinmæðinni, fylgja leikskipulaginu og njóta þess að spila frábæran golfvöll,“ segir Ólafur Björn Loftsson. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, átti að leika fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir kanadísku PGA-mótaröðina á Reunion Nicklaus-vellinum í Orlando í Bandaríkjunum í dag. Hann átti að slá af fyrsta teig klukkan 14.09 að staðartíma en keppni var frestað rétt áður en hann gat farið af stað vegna ofsaveðurs sem reið yfir Orlando. „Þrumur, eldingar og úrhellisrigning í Orlando. Leik var hætt rétt áður en ég hélt á fyrsta teig. Núna bíð ég bara spenntur eftir að veðrið batni. Ég mun ekki ná að klára hringinn í dag en spurning hvort ég spili einhverjar holur,“ segir Ólafur Björn á Facebook-síðu sinni. Úrtökumótið er 72 holur og fá 18 efstu fullan þátttökurétt og þeir 22 næstu takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni í ár. „Undirbúningurinn hefur gengið vel og ég hlakka til að hefja keppni ... Ég ætla að einblína á að slá eitt högg í einu í mótinu, halda þolinmæðinni, fylgja leikskipulaginu og njóta þess að spila frábæran golfvöll,“ segir Ólafur Björn Loftsson.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira