Guðni útilokar ekki framboð í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2014 20:00 Þrýst er á Guðna Ágústsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins að setjast í oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Óskar Bergsson tilkynnti fyrir rúmri viku að hann væri hættur við að leiða lista Framsóknarmanna í Reykjavík en flokkurinnn hefur mælast afar illa í könnunum undanfarna mánuði og samkvæmt þeim er hann ekki að ná inn borgarfulltrúa. Kjördæmissamband flokksins leitar að nýjum oddvita sem getur lyft flokknum í lágdeyðunni. Ekki hafa verið nefnd mörg nöfn í því sambandi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra hefur verið nefndur sem mögulegur oddviti flokksins í Reykjavík. Guðni er vinsæll í flokknum og býr í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu kannast hann við það að til hans hafi margir leitað vegna þessa máls og hann hljóti því að hugsa málin. Hins vegar sé engin niðurstaða komin og hann vilji því ekkert segja um það á þessu stigi hvort hann stígi aftur inn á völl stjórnmálanna eftir að hafa setið á friðarstóli frá því hann hætti á Alþingi árið 2009. Þá kemur auðvitað til greina að hækka Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur sem skipar nú annað sætið upp í oddvitasætið.Magnús Scheving var nefndur hjá sumum heimildum fréttastofu, en maður sem stendur honum nærri taldi hins vegar afar ólíklegt að Magnús væri á leið í stjórnmál. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þrýst er á Guðna Ágústsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins að setjast í oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Óskar Bergsson tilkynnti fyrir rúmri viku að hann væri hættur við að leiða lista Framsóknarmanna í Reykjavík en flokkurinnn hefur mælast afar illa í könnunum undanfarna mánuði og samkvæmt þeim er hann ekki að ná inn borgarfulltrúa. Kjördæmissamband flokksins leitar að nýjum oddvita sem getur lyft flokknum í lágdeyðunni. Ekki hafa verið nefnd mörg nöfn í því sambandi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra hefur verið nefndur sem mögulegur oddviti flokksins í Reykjavík. Guðni er vinsæll í flokknum og býr í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu kannast hann við það að til hans hafi margir leitað vegna þessa máls og hann hljóti því að hugsa málin. Hins vegar sé engin niðurstaða komin og hann vilji því ekkert segja um það á þessu stigi hvort hann stígi aftur inn á völl stjórnmálanna eftir að hafa setið á friðarstóli frá því hann hætti á Alþingi árið 2009. Þá kemur auðvitað til greina að hækka Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur sem skipar nú annað sætið upp í oddvitasætið.Magnús Scheving var nefndur hjá sumum heimildum fréttastofu, en maður sem stendur honum nærri taldi hins vegar afar ólíklegt að Magnús væri á leið í stjórnmál.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira