Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 21:15 Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins.
Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30