Innlent

„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“

Samúel Karl Ólason skrifar
Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis.
Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis.
„Við lýsum að sjálfsögðu vonbrigðum okkar með niðurstöðuna og teljum lítið gert úr eignarétti einstaklinga gagnvart eignarétti ríkisins," segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis, um niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í morgun.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýslumanninum á Selfossi beri að framfylgja lögbannskröfu á gjaldtöku á svæðið. Þá var félaginu gert að greiða ríkinu hálfa milljón króna í málskostnað.

Ákvörðun um hvort úrskurðinum verður áfrýjað hefur ekki verið tekin. „Við þurfum að hugsa okkar mál og skoða hvað er næst í stöðunni. Það er lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust. Þetta er okkar eign, hvað sem öðru líður og við þurfum tíma til að athuga næstu skref,“ segir Garðar.

Gjaldtöku á Geysi hefur verið hætt, en það hefur kostað 600 krónur að fara um svæðið frá 15. mars.

Tilkynning frá landeigendafélags Geysis:

Landeigendafélag Geysis hefur ákveðið að hætta gjaldtöku við Geysi í framhaldi af þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að sýslumanninum á Selfossi beri að framfylgja kröfu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um lögbann á gjaldtökuna. Sýslumaður hafði áður hafnað lögbannsköfu fjármálaráðuneytisins.

Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands er landeigendafélaginu mikil vonbrigði. Dómur vekur upp spurningar um eignarrétt og getur tafið verulega fyrir nauðsynlegri  verndun og uppbyggingu á Geysissvæðinu sem er þegar á lista Umhverfisstofnunar um þau verndarsvæði sem eru í mikilli hætu á að tapa verðgildi sínu.

Landeigendafélagið mun nú fara ítarlega yfir röksemdir dómsins og ákveða í framhaldi af því hver næstu skref félagsins í málinu verða.

 

Hér má sjá eignaskiptingu Geysissvæðisins. Ríkið á græna svæðið.Mynd/Fjármálaráðuneytið
Í úrskurðsorðum dómsins segir:

Lagt er fyrir sýslumanninn á Selfossi að leggja lögbann við því að forsvarsmaður Landeigendafélags Geysis ehf. innheimti gjald af ferðamönnum inn á Geysissvæðið, þ.e. inn á hverasvæðið við Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð.

Varnaraðili greiði sóknaraðila 500.000 krónur í málskostnað.


Tengdar fréttir

Gjaldtaka hafin við Geysi

Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið.

„Við eigum þetta allt“

Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir.

Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi

Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld.

Segir gjaldtökuna vel heppnaða

Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×