Enski boltinn

Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær.

Liverpool er með tveggja stiga forskot á Chelsea og sjö stiga forskot á Manchester City (á tvo leiki til góða) og það er ljóst að Liverpool tryggir sér titilinn með því að vinna fjóra síðustu leiki sína.

„Þetta er líklega mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum sem er framundan. Ég mun gefa allt í þetta sem ég á. Skilboðin frá mér er að halda rónni og halda áfram á fullri ferð. Við eigum ennþá eftir fjóra bikarúrslitaleiki," sagði Steven Gerrard við Liverpool TV.

Það er hægt að sjá mörkin í 3-2 sigri Liverpool á Manchester City með því að smella hér fyrir ofan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×