Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:06 Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira