Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:06 Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira