„Það er svo erfitt að vera með pung“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 16:29 Þegar fréttin var skrifuð höfðu rúmlega 500 manns smellt á "læk-hnappinn“. Vísir/aðsent „Mér hefur rosalega lengi verið illa við þessar óformlegu reglur um að karlar eigi að gera þetta og hitt og að hinir og þessir hlutir séu ekki karlmannlegir,“ segir Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld, sem skrifaði ljóð á Facebook-síðuna Kynlegar athugasemdir. Ljóðið hefur hlotið fádæma viðbrögð inni í hópnum, á einni klukkustund hafa um fimm hundruð manns smellt á „læk-hnappinn“ fræga og hrannast „lækin“ upp. Á síðunni getur fólk vakið athygli á ýmsu er viðkemur umræðunni um kyn og kynjahlutverk. Síðan hefur slegið í gegn á netinu, á þeim tveim dögum sem hún hefur verið uppi hafa á sjötta þúsund manns skráð sig í hana. Ljóð Einars um karlmennsku er ein vinsælasta færslan á síðunni. Með ljóðinu virðist hann ná að fanga skoðanir margra á hefðinni og umræðunni í samfélaginu er snýr að karlmennsku. „Hugmyndin að ljóðinu sem slíku varð til fyrir einni eða tveimur vikum,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við: „Svo þegar þessi grúppa, Kynlegar athugasemdir, varð til, þá inspíreraði hún - og frásagnir fólks í henni - mig til að drífa í því að ljúka við það og smella því inn.“ Ljóðið vinsæla lítur svona út: Að fæðast sem karlmaður - byrðin er þung. Það er svo erfitt að vera með pung. Því karlmennskustöðunni fylgja sko skyldur sem hlýða þarf viljir þú karl teljast gildur! Sem strákar við leikum með byssur og kalla “Spiderman”, “Hulk”, “Power Rangers” - en ekki alla. Því skærbleiki ‘rangerinn’ er ekki töff, Allt sem er bleikt er ei karlmennskustöff! Og dúkkur og “Ponies” og slíkt stelpudót er bannað með öllu, sért þú ei snót! Sem karlmenn við kunnum að smíða og laga og henda upp skúr innan nokkurra daga. Ekki er til bíó sem við megum grát’ í og við greinum strax muninn á Lexus og Audi! Við kunnum sko allt það sem hægt er um bíla og vitum að íþróttir verðum að fíla! Ef förum á djammið við ‘swagginu’ flíkum og höstlum og sofum hjá “mellum og tíkum”. Stundum við sambandið jafnvel í slysumst, en karlrembudjókana samt við með gysumst! Því fyndnasti djókur sem til er í heimi: “Konan? Ég hana inn í eldhúsi geymi!” Við höfum svo hobbý sem pungnum vel passar: Fótbolti, tölvuspil, túttur og rassar! Allt sem við hlustum á ‘butch’ þarf að vera: Metallica, Robin Thicke, Snoop og Pantera. Við hlýðum á ekta testósteróntóna við myndbönd með gellunum til á að góna. Því allt okkar áhorf þarf stöðlum að hlýða: Sprengingar og/eða gellur að ríða. Einungis kellingar horfa á annað og þess vegna er “Twilight” og “Gossip Girl” bannað! Við vinnum störf sem okkar karlmennsku hæfir, því vinnuföt hjúkkunnar pungstyrkinn kæfir! Við lyftum og berum og skiptum út perum og 75% stjórnenda erum! Svo fáum við fyrir það borgað mun betur því konur þær geta ekki allt sem karl getur! Svona eru reglurnar, skýrar og góðar: Að hunsa þær bendir til batnandi þjóðar. Tengdar fréttir Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
„Mér hefur rosalega lengi verið illa við þessar óformlegu reglur um að karlar eigi að gera þetta og hitt og að hinir og þessir hlutir séu ekki karlmannlegir,“ segir Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld, sem skrifaði ljóð á Facebook-síðuna Kynlegar athugasemdir. Ljóðið hefur hlotið fádæma viðbrögð inni í hópnum, á einni klukkustund hafa um fimm hundruð manns smellt á „læk-hnappinn“ fræga og hrannast „lækin“ upp. Á síðunni getur fólk vakið athygli á ýmsu er viðkemur umræðunni um kyn og kynjahlutverk. Síðan hefur slegið í gegn á netinu, á þeim tveim dögum sem hún hefur verið uppi hafa á sjötta þúsund manns skráð sig í hana. Ljóð Einars um karlmennsku er ein vinsælasta færslan á síðunni. Með ljóðinu virðist hann ná að fanga skoðanir margra á hefðinni og umræðunni í samfélaginu er snýr að karlmennsku. „Hugmyndin að ljóðinu sem slíku varð til fyrir einni eða tveimur vikum,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við: „Svo þegar þessi grúppa, Kynlegar athugasemdir, varð til, þá inspíreraði hún - og frásagnir fólks í henni - mig til að drífa í því að ljúka við það og smella því inn.“ Ljóðið vinsæla lítur svona út: Að fæðast sem karlmaður - byrðin er þung. Það er svo erfitt að vera með pung. Því karlmennskustöðunni fylgja sko skyldur sem hlýða þarf viljir þú karl teljast gildur! Sem strákar við leikum með byssur og kalla “Spiderman”, “Hulk”, “Power Rangers” - en ekki alla. Því skærbleiki ‘rangerinn’ er ekki töff, Allt sem er bleikt er ei karlmennskustöff! Og dúkkur og “Ponies” og slíkt stelpudót er bannað með öllu, sért þú ei snót! Sem karlmenn við kunnum að smíða og laga og henda upp skúr innan nokkurra daga. Ekki er til bíó sem við megum grát’ í og við greinum strax muninn á Lexus og Audi! Við kunnum sko allt það sem hægt er um bíla og vitum að íþróttir verðum að fíla! Ef förum á djammið við ‘swagginu’ flíkum og höstlum og sofum hjá “mellum og tíkum”. Stundum við sambandið jafnvel í slysumst, en karlrembudjókana samt við með gysumst! Því fyndnasti djókur sem til er í heimi: “Konan? Ég hana inn í eldhúsi geymi!” Við höfum svo hobbý sem pungnum vel passar: Fótbolti, tölvuspil, túttur og rassar! Allt sem við hlustum á ‘butch’ þarf að vera: Metallica, Robin Thicke, Snoop og Pantera. Við hlýðum á ekta testósteróntóna við myndbönd með gellunum til á að góna. Því allt okkar áhorf þarf stöðlum að hlýða: Sprengingar og/eða gellur að ríða. Einungis kellingar horfa á annað og þess vegna er “Twilight” og “Gossip Girl” bannað! Við vinnum störf sem okkar karlmennsku hæfir, því vinnuföt hjúkkunnar pungstyrkinn kæfir! Við lyftum og berum og skiptum út perum og 75% stjórnenda erum! Svo fáum við fyrir það borgað mun betur því konur þær geta ekki allt sem karl getur! Svona eru reglurnar, skýrar og góðar: Að hunsa þær bendir til batnandi þjóðar.
Tengdar fréttir Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli. 10. apríl 2014 14:59
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent