Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 17:30 Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun. Lögreglan segir málið byggt á misskilningi. Vísir/Heiða Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24