Viðskipti innlent

Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Hrannar Hafberg lögfræðingur og meðlimir í rannsóknarnefndinni afhentu Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis skýrsluna.
Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Hrannar Hafberg lögfræðingur og meðlimir í rannsóknarnefndinni afhentu Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis skýrsluna. Vísir/GVA
Meðlimir rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna var afhent Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, í þinghúsinu núna klukkan eitt.

Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan tvö en vefútgáfan er aðalútgáfa skýrslunnar.

Blaðamannafundur nefndarinnar verður haldinn í Iðnó nú klukkan tvö þar sem kynntar verða niðurstöður nefndarinnar, farið verður yfir helstu niðurstöður, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, útlán, fjárfestingar, stofnaukningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra.

Almenn umræða á Alþingi um skýrsluna hefst á þingfundi á morgun.

Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Kostnaður við skýrsluna alltof mikill

Skýrsla um fall sparisjóðanna mun að öllum líkindum kosta kostameira en öll skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×