Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 35-28 | Enn von fyrir FH Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 10. apríl 2014 12:01 Vísir/Stefán FH vann nokkuð þægilegan sigur á HK í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var ekki spennandi, en FH vann að lokum sjö marka sigur, 35-28. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu af krafti og virtust vera vel stemmdir í verkefnið. Garðar Svansson kom þeim i 2-0 og heimamenn áttu í smá vandræðum með að leysa varnarleik gestanna. Þeir komust svo í 4-2 gestirnir, en þá vöknuðu heimamenn og hrukku aldeilis í gang. Þeir breyttu stöðunni úr 2-4 í 8-5, þar sem Ísak Rafnsson fór á kostum og skoraði meðal ananrs tvö mörk í röð með hörkuskotum. FH skoraði alls fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik og þar var Benedikt Reynir Kristinsson öflugur, en hann skoraði fjögur mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-liðið átti í engum vandræðum með að skora síðari hluta fyrri hálfleiksins og pirringur var kominn í gestina. Heimamenn leiddu svo í hálfleik með níu mörkum, 20-11, eftir nokkuð dapra byrjun. Ásbjörn Friðriksson, Benedikt Reynir Kristinsson og Ísak Rafnsson spiluðu allir virkilega vel í fyrri hálfleik og Ágúst Elí var vel á verði í markinu. Hjá gestunum var fátt um fína drætti og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast ætluðu gestirnir úr Kópavogi að fá eitthvað úr þessum leik. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir bitu aðeins frá sér í síðari hálfleik og náðu aðeins að saxa á forskotið. Mest náðu þeir að minnka forskotið í fimm mörk, 22-17 og fóru illa með tækifæri, til að mynda tvö vítaköst. Þá sögðu heimamenn hins vegar hingað og ekki lengra. Þeir gáfu aftur í og héldu gestunum í nokkuð þægilegri fjarlægð út allan leikinn. Markaskor dreifðist vel hjá FH og margir leikmenn voru að gefa eitthvað af sér. Að lokum unnu svo heimamenn með sjö mörkum, 35-28. Margir leikmenn stigu upp hjá FH í dag, eftir slæmt gengi undanfarið. Leikurinn var fyrsti sigur FH á heimavelli síðan 14. nóvember, en þá vann liðið HK. Það voru því kærkominn tvö stig sem komu í hús hjá FH-ingum í kvöld. Ásbjörn Friðriksson átti góðan dag fyrir FH-liðið, sem og þeir Benedikt Reynir Kristinsson og Ísak Rafnsson. Ásbjörn stýrði FH-liðinu vel og nýtti sín færi vel. Benedikt var öskufljótur fram og skoraði fjögur af sjö hraðaupphlaupsmörkum. Ísak var svo fastur fyrir í vörninni og tók nokkrar sleggjur sem skiluðu góðum mörkum. Liðsheildarsigur hjá FH. Hjá HK voru það Garðar Svansson og Atli Karl Bachmann sem báru af. Garðar skoraði, gaf stoðsendingar og spilaði vel á meðan Atli Karl Bachmann skoraði mikilvæg mörk úr erfiðum stöðum þegar höndin var oftar en ekki kominn upp. Með sigrinum haldast úrslitakeppnismöguleikar enn galopnir fyrir FH. Til þess að komast í úrslitakeppnina þarf liðið að vinna ÍR í lokaleiknum og treysta á það að Fram tapi stigum gegn Val í Vodafone-höllinni á mánudaginn. HK er hins vegar fallið, en liðið situr á botninum með þrjú stig. Ísak Rafnsson, leikmaður FH: Höfum alltaf haft trú á þessu ,,Við spiluðum handbolta í 60 mínútur. Við höfum ekki verið að gera það undanfarið. Það kom reyndar smá niðursveifla í upphafi síðari hálfleiks, en við rifum okkur upp úr því og unnum góðan sigur," sagði Ísak Rafnsson við Vísi í leikslok. ,,Það var liðsheild sem skóp þennan sigur. Við erum búnir að æfa vel í vikunni, mikill hraði á æfingum og mikil keppni. Við tókum það inn í þennan leik í dag, en það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera að undanförnu." ,,Við höfum ekki verið að nýta okkur það sem við höfum verið að gera í vikunum fyrir leikina, en við gerðum það í dag og það skilaði góðum tveimur stigum." Aðspurður hvað gerist í upphafi síðari hálfleiks þegar HK minnkaði muninn úr ellefu mörkum niður í fimm svaraði Ísak: ,,Ég veit það ekki. Það er rosalega erfitt að segja. Við mættum ekki nægilega tilbúnir til leiks í upphafi síðari hálfleiks. Við töluðum um það að halda pressunni á þeim áfram, en þá kannski gerist það að við ætlum að skora tvö mörk í hverri sókn og við verðum værukærir." ,,Við duttum aðeins niður í vörninni líka, en þá var bara tekið eitt gott leikhlé og mönnum þjappað rækilega saman. Þá small þetta aftur." ÍR vann Fram í kvöld og á FH ágætis möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni: ,,Við höfum fulla trú á þessu og höfum gert það þótt staðan á þessu hafi ekki verið sérstaklega góð á tímabili. Við höfum alltaf haft trú á okkur og það skiptir mestu máli að við vinnum okkar leik og svo sjáum við hverju það skilar okkur," sagði Ísak glaður í leikslok. Ágúst Jóhannsson, þjálfari HK: Vorum illa innstilltir ,,Við vorum bara slakir í fyrri hálfleik. Við vorum illa innstilltir og ekki nógu góður bragur á leik okkar," sagði Ágúst Jóhansson við Vísi. ,,Við sýndum karakter í síðari hálfleik og vorum kannski óheppnir að minnka þetta ekki meira. Við förum með tvö víti á mikilvægum augnablikum í leiknum, en menn sýndu karakter. Þeir stóðu saman og við erum búnir að vera vinna í því síðari hluta tímabilsins." ,,Menn bara börðu sig saman. Það var slén yfir okkur í fyrri hálfleik, ég veit ekki hverju er um að kenna. Menn börðust þó í síðari hálfleik og snéru saman bökum. Þeir sýndu að þetta lið getur vel spilað handbolta, fullt af ungum og efnilegum leikmönnum í þessu liði." ,,Þetta er auðvitað erfitt og það er lítið sjálfstraust í strákunum. Liðið er búið að tapa mörgum leikjum og þetta er erfitt. Þetta reynir á hópinn, en menn mæta á æfingar og eru einbeittir og hafa gaman að þessu. Þeir eru að reyna gera sitt besta." ,,FH-liðið er auðvitað gífurlega vel mannað og öll þessi lið eru með meiri breidd en við. Þetta er mjög ungt lið, en þetta er bara góð reynsla fyrir strákana og þeir eiga bara koma enn sterkari til leiks næsta vetur." Ágúst segir að lærisveinar sínir ætli að enda þetta á sigri: ,,Að sjálfsögðu. Við undirbúum okkur vel, förum norður, höfum gaman að þessu og ætlum auðvitað að reyna ná góðum leik þar," sagði Ágúst við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
FH vann nokkuð þægilegan sigur á HK í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var ekki spennandi, en FH vann að lokum sjö marka sigur, 35-28. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu af krafti og virtust vera vel stemmdir í verkefnið. Garðar Svansson kom þeim i 2-0 og heimamenn áttu í smá vandræðum með að leysa varnarleik gestanna. Þeir komust svo í 4-2 gestirnir, en þá vöknuðu heimamenn og hrukku aldeilis í gang. Þeir breyttu stöðunni úr 2-4 í 8-5, þar sem Ísak Rafnsson fór á kostum og skoraði meðal ananrs tvö mörk í röð með hörkuskotum. FH skoraði alls fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik og þar var Benedikt Reynir Kristinsson öflugur, en hann skoraði fjögur mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-liðið átti í engum vandræðum með að skora síðari hluta fyrri hálfleiksins og pirringur var kominn í gestina. Heimamenn leiddu svo í hálfleik með níu mörkum, 20-11, eftir nokkuð dapra byrjun. Ásbjörn Friðriksson, Benedikt Reynir Kristinsson og Ísak Rafnsson spiluðu allir virkilega vel í fyrri hálfleik og Ágúst Elí var vel á verði í markinu. Hjá gestunum var fátt um fína drætti og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast ætluðu gestirnir úr Kópavogi að fá eitthvað úr þessum leik. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir bitu aðeins frá sér í síðari hálfleik og náðu aðeins að saxa á forskotið. Mest náðu þeir að minnka forskotið í fimm mörk, 22-17 og fóru illa með tækifæri, til að mynda tvö vítaköst. Þá sögðu heimamenn hins vegar hingað og ekki lengra. Þeir gáfu aftur í og héldu gestunum í nokkuð þægilegri fjarlægð út allan leikinn. Markaskor dreifðist vel hjá FH og margir leikmenn voru að gefa eitthvað af sér. Að lokum unnu svo heimamenn með sjö mörkum, 35-28. Margir leikmenn stigu upp hjá FH í dag, eftir slæmt gengi undanfarið. Leikurinn var fyrsti sigur FH á heimavelli síðan 14. nóvember, en þá vann liðið HK. Það voru því kærkominn tvö stig sem komu í hús hjá FH-ingum í kvöld. Ásbjörn Friðriksson átti góðan dag fyrir FH-liðið, sem og þeir Benedikt Reynir Kristinsson og Ísak Rafnsson. Ásbjörn stýrði FH-liðinu vel og nýtti sín færi vel. Benedikt var öskufljótur fram og skoraði fjögur af sjö hraðaupphlaupsmörkum. Ísak var svo fastur fyrir í vörninni og tók nokkrar sleggjur sem skiluðu góðum mörkum. Liðsheildarsigur hjá FH. Hjá HK voru það Garðar Svansson og Atli Karl Bachmann sem báru af. Garðar skoraði, gaf stoðsendingar og spilaði vel á meðan Atli Karl Bachmann skoraði mikilvæg mörk úr erfiðum stöðum þegar höndin var oftar en ekki kominn upp. Með sigrinum haldast úrslitakeppnismöguleikar enn galopnir fyrir FH. Til þess að komast í úrslitakeppnina þarf liðið að vinna ÍR í lokaleiknum og treysta á það að Fram tapi stigum gegn Val í Vodafone-höllinni á mánudaginn. HK er hins vegar fallið, en liðið situr á botninum með þrjú stig. Ísak Rafnsson, leikmaður FH: Höfum alltaf haft trú á þessu ,,Við spiluðum handbolta í 60 mínútur. Við höfum ekki verið að gera það undanfarið. Það kom reyndar smá niðursveifla í upphafi síðari hálfleiks, en við rifum okkur upp úr því og unnum góðan sigur," sagði Ísak Rafnsson við Vísi í leikslok. ,,Það var liðsheild sem skóp þennan sigur. Við erum búnir að æfa vel í vikunni, mikill hraði á æfingum og mikil keppni. Við tókum það inn í þennan leik í dag, en það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera að undanförnu." ,,Við höfum ekki verið að nýta okkur það sem við höfum verið að gera í vikunum fyrir leikina, en við gerðum það í dag og það skilaði góðum tveimur stigum." Aðspurður hvað gerist í upphafi síðari hálfleiks þegar HK minnkaði muninn úr ellefu mörkum niður í fimm svaraði Ísak: ,,Ég veit það ekki. Það er rosalega erfitt að segja. Við mættum ekki nægilega tilbúnir til leiks í upphafi síðari hálfleiks. Við töluðum um það að halda pressunni á þeim áfram, en þá kannski gerist það að við ætlum að skora tvö mörk í hverri sókn og við verðum værukærir." ,,Við duttum aðeins niður í vörninni líka, en þá var bara tekið eitt gott leikhlé og mönnum þjappað rækilega saman. Þá small þetta aftur." ÍR vann Fram í kvöld og á FH ágætis möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni: ,,Við höfum fulla trú á þessu og höfum gert það þótt staðan á þessu hafi ekki verið sérstaklega góð á tímabili. Við höfum alltaf haft trú á okkur og það skiptir mestu máli að við vinnum okkar leik og svo sjáum við hverju það skilar okkur," sagði Ísak glaður í leikslok. Ágúst Jóhannsson, þjálfari HK: Vorum illa innstilltir ,,Við vorum bara slakir í fyrri hálfleik. Við vorum illa innstilltir og ekki nógu góður bragur á leik okkar," sagði Ágúst Jóhansson við Vísi. ,,Við sýndum karakter í síðari hálfleik og vorum kannski óheppnir að minnka þetta ekki meira. Við förum með tvö víti á mikilvægum augnablikum í leiknum, en menn sýndu karakter. Þeir stóðu saman og við erum búnir að vera vinna í því síðari hluta tímabilsins." ,,Menn bara börðu sig saman. Það var slén yfir okkur í fyrri hálfleik, ég veit ekki hverju er um að kenna. Menn börðust þó í síðari hálfleik og snéru saman bökum. Þeir sýndu að þetta lið getur vel spilað handbolta, fullt af ungum og efnilegum leikmönnum í þessu liði." ,,Þetta er auðvitað erfitt og það er lítið sjálfstraust í strákunum. Liðið er búið að tapa mörgum leikjum og þetta er erfitt. Þetta reynir á hópinn, en menn mæta á æfingar og eru einbeittir og hafa gaman að þessu. Þeir eru að reyna gera sitt besta." ,,FH-liðið er auðvitað gífurlega vel mannað og öll þessi lið eru með meiri breidd en við. Þetta er mjög ungt lið, en þetta er bara góð reynsla fyrir strákana og þeir eiga bara koma enn sterkari til leiks næsta vetur." Ágúst segir að lærisveinar sínir ætli að enda þetta á sigri: ,,Að sjálfsögðu. Við undirbúum okkur vel, förum norður, höfum gaman að þessu og ætlum auðvitað að reyna ná góðum leik þar," sagði Ágúst við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira