Viðskipti innlent

Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011.
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011.
Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag í Iðnó.

Nefndin um fall sparisjóðanna var skipuð 19. Ágúst 2011 og átti hún að skila af sér níu mánuðum síðar.

Nú, rúmum tveimur árum síðar mun skýrslan loks líta dagsins ljós.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fær afhenta skýrslu nefndarinnar um klukkan 13 í dag og í framhaldinu verður skýrslan kynnt á blaðamannafundi.

Á föstudag er fyrirhuguð ein umræða um skýrsluna á Alþingi en síðan eru þingmenn komnir í páskafrí.

Einar sagði í viðtali við fréttastofu 365 í janúar að skýrsla nefndarinnar um aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna myndi vera kynnt í febrúar um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Þá var kostnaður rannsóknarinnar komin í 560 milljónir króna.

Formaður nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna er Hrannar Hafberg lögfræðingur, sem tók við formennsku 26. september 2012 af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara.

Með honum í nefndinni eru Tinna Finnbogadóttir fjármálahagfræðingur og Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Kostnaður við skýrsluna alltof mikill

Skýrsla um fall sparisjóðanna mun að öllum líkindum kosta kostameira en öll skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×