Viðskipti innlent

QuizUp hlaut eftirsótt vefverðlaun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla. vísir/valli
Spurningaleikurinn QuizUp hlaut Webby-verðlaunin í dag í flokki bestu fjölspilunarleikja.

Það er íslenska fyrirtækið Plain Vanilla sem stendur á bak við leikinn en verðlaunin voru afhent í átjánda sinn og eru ein elstu verðlaun vefbransans og gríðarlega eftirsótt.

Meðal annarra verðlaunahafa voru Kickstarter, Vimeo, Airbnb og Vine.

Nánar má lesa um Webby-verðlaunin á vefsíðu Mashable.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×