Fótbolti

Steinþór skoraði annan leikinn í röð fyrir Viking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði hefur byrjað tímabilið vel.
Jón Daði hefur byrjað tímabilið vel. Heimasíða Viking
Annan leikinn í röð voru allir fimm Íslendingarnir í herbúðum Vikings í byrjunarliði liðsins. Og þeir komu að báðum mörkum Vikings í sigri á Start í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Daði Böðvarsson lagði upp fyrra markið fyrir Yann-Erik de Lanlay á fimmtu mínútu og 15 mínútum seinna tvöfaldaði Steinþór Freyr Þorsteinsson forskot Viking með sínu öðru marki á tímabilinu. Jón Daði hefur hins vegar skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í fyrstu fimm leikjunum í deildinni.

Sverrir Ingi Ingason, IndriðiSigurðsson og Björn Daníel Sverrisson léku allan leikinn fyrir Viking, en þeir tveir fyrstnefndu nældu sér í gul spjöld.

Viking situr í 3. sæti deildarinnar með 11 stig, tveimur minna en topplið Strømsgodset.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Start, en fór af velli eftir 33. mínútna leik. Guðmundur Kristjánsson kom inn á sem varamaður í leiknum og það sama gerði Babacar Sarr, fyrrum leikmaður Selfoss.

Úrslit dagsins:

Stabæk 2-1 Bodø/Glimt

Haugesund 0-3 Sogndal

Rosenborg 5-2 Brann

Sandnes Ulf 1-3 Molde

Strømsgodset 2-1 Odd Grenland

Start 0-2 Viking


Tengdar fréttir

Hjörtur Logi skoraði fyrir Sogndal

Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði eitt marka Sogndal í 3-0 sigri liðsins á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hjörtur Logi hefur verið í byrjunarliði Sogndal í öllum fimm leikjum liðsins það sem af er tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×