Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. apríl 2014 19:15 Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira