Erlent

Reyna að fá eftirlitsmenn lausa úr haldi aðskilnaðarsinna

Mennirnir sem um ræðir eru sagðir vera frá Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi.
Mennirnir sem um ræðir eru sagðir vera frá Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi. vísir/afp
Fulltrúar frá Öse, Örygggis og samvinnustofnun Evrópu eru nú á leið til Úkraínsku borgarinnar Slóvíansk til þess að reyna að fá eftirlitsmenn frá nokkrum Evrópulöndum látna lausa úr haldi aðskilnaðarsinna í borginni.

Mennirnir sem um ræðir eru sagðir vera frá Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Tékklandi en aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu fullyrða að þeir séu njósnarar.

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvetur Rússa til að beita áhrifum sínum til þess að fá mennina lausa og hafa aðskilnaðarsinnar velt upp þeim möguleika að þeri verði látnir lausir í skiptum fyrir fanga úr þeirra röðum sem eru í haldi Úkraínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×