Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“ 26. apríl 2014 16:53 Kennarinn er farinn í veikindaleyfi „Mig langar að upplýsa ykkur um það að í morgun fór ég í veikindafrí sem mun vara þetta skólaár. Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði,“ segir grunnskólakennarinn í Grindavík sem hefur að undanförnu verið sakaður um að leggja tiltekna nemendur sína í einelti, í bréfi sem hann sendi foreldrum fyrr í dag. Í bréfinu kemur fram að hann hafi farið í veikindafrí sem muni vara þetta skólaár. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Málið hefur vakið mikla athygli en Vísir sagði fyrst frá málinu í byrjun þessa mánaðar. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt tiltekna nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans.Miklar deilur hafa sprottið upp í Grindavík vegna málsins, sem Vísir hefur fjallað um. Í bréfinu til foreldra segir kennarinn mannorð sitt hafi beðið hnekki og telur sannað að hann hafi ekki lagt nemendur í einelti: „Í máli því sem var til rannsóknar eftir áramót var niðurstaðan skýr um að ekki væri um einelti að ræða. Málum mínu linnir hins vegar ekki og nú hefur verið farið hamförum á samskiptamiðlum þar sem ummæli eru látin falla um mig og mína persónu. Ljóst er í mínum huga að mannorð mitt hefur verið sundurtætt og í svona umræðu er bara önnur hliðin sögð og ég get ekki varið mig vegna trúnaðar.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Mig langar að upplýsa ykkur um það að í morgun fór ég í veikindafrí sem mun vara þetta skólaár. Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði,“ segir grunnskólakennarinn í Grindavík sem hefur að undanförnu verið sakaður um að leggja tiltekna nemendur sína í einelti, í bréfi sem hann sendi foreldrum fyrr í dag. Í bréfinu kemur fram að hann hafi farið í veikindafrí sem muni vara þetta skólaár. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Málið hefur vakið mikla athygli en Vísir sagði fyrst frá málinu í byrjun þessa mánaðar. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt tiltekna nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans.Miklar deilur hafa sprottið upp í Grindavík vegna málsins, sem Vísir hefur fjallað um. Í bréfinu til foreldra segir kennarinn mannorð sitt hafi beðið hnekki og telur sannað að hann hafi ekki lagt nemendur í einelti: „Í máli því sem var til rannsóknar eftir áramót var niðurstaðan skýr um að ekki væri um einelti að ræða. Málum mínu linnir hins vegar ekki og nú hefur verið farið hamförum á samskiptamiðlum þar sem ummæli eru látin falla um mig og mína persónu. Ljóst er í mínum huga að mannorð mitt hefur verið sundurtætt og í svona umræðu er bara önnur hliðin sögð og ég get ekki varið mig vegna trúnaðar.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira