Marussia vill eyðsluþak Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. apríl 2014 22:30 Jules Bianchi á Marussia bílnum Vísir/Getty Keppnisstjóri Marussia, Graeme Lowdon telur að Formúla 1 stefni í óefni ef eyðsluþak kemst ekki á. Eftir að liðin höfðu samþykkt að setja skorður á eyðslu ákvað skipulagsnefnd Formúlu 1 að hætta við eyðsluþakið. Haldinn verður fundur með öllum liðum í Formúlu 1, 1. maí til að ræða ákvörðun skipulagsnefndarinnar. Marussia er meðal þeirra liða sem eru virkilega ósátt við ákvörðunina. Liðið óttast að bilið milli stærstu og minnstu liðanna muni aukast. Ætlunin er að setja í staðinn reglugerðarákvæði sem draga úr eyðslu liðanna. „Í gegnum tíðina, hafa reglubreytingar leitt til niðurskurðar, við höfum minnkað hluti eins og æfingar og vélar,“ sagði Lowdon. Þrátt fyrir þær tilraunir hefur McLaren gefið út opinberlega að þar á bæ noti menn meiri fjármuni en nokkurtíman áður. „Við höfum nú reglugerðir sem gera það að verkum að hægt er að kaupa hraða - ef þú eyðir meiru getur þú farið hraðar. Ef þak verður sett mun það koma í veg fyrir að það teygjist um of á keppendum,“ sagði Lowdon. Hann vill að Formúla 1 fylgji fordæmi NFL deildarinnar, þar sem eyðsluþak hefur leitt til jafnari keppni. Formúla Tengdar fréttir Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður. 28. janúar 2014 10:45 Settar skorður í útgjöldum Árið 2015 munu liðin í Formúlu 1 þurfa að halda sig innan 200 milljón evra í útgjöld. Það er gert til þess að jafna hlut liðanna. Stærstu liðin í dag eru að verja gríðarlegum fjármunum eða rúmum 47 milljörðum króna á hverju ári. 13. febrúar 2014 15:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnisstjóri Marussia, Graeme Lowdon telur að Formúla 1 stefni í óefni ef eyðsluþak kemst ekki á. Eftir að liðin höfðu samþykkt að setja skorður á eyðslu ákvað skipulagsnefnd Formúlu 1 að hætta við eyðsluþakið. Haldinn verður fundur með öllum liðum í Formúlu 1, 1. maí til að ræða ákvörðun skipulagsnefndarinnar. Marussia er meðal þeirra liða sem eru virkilega ósátt við ákvörðunina. Liðið óttast að bilið milli stærstu og minnstu liðanna muni aukast. Ætlunin er að setja í staðinn reglugerðarákvæði sem draga úr eyðslu liðanna. „Í gegnum tíðina, hafa reglubreytingar leitt til niðurskurðar, við höfum minnkað hluti eins og æfingar og vélar,“ sagði Lowdon. Þrátt fyrir þær tilraunir hefur McLaren gefið út opinberlega að þar á bæ noti menn meiri fjármuni en nokkurtíman áður. „Við höfum nú reglugerðir sem gera það að verkum að hægt er að kaupa hraða - ef þú eyðir meiru getur þú farið hraðar. Ef þak verður sett mun það koma í veg fyrir að það teygjist um of á keppendum,“ sagði Lowdon. Hann vill að Formúla 1 fylgji fordæmi NFL deildarinnar, þar sem eyðsluþak hefur leitt til jafnari keppni.
Formúla Tengdar fréttir Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður. 28. janúar 2014 10:45 Settar skorður í útgjöldum Árið 2015 munu liðin í Formúlu 1 þurfa að halda sig innan 200 milljón evra í útgjöld. Það er gert til þess að jafna hlut liðanna. Stærstu liðin í dag eru að verja gríðarlegum fjármunum eða rúmum 47 milljörðum króna á hverju ári. 13. febrúar 2014 15:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður. 28. janúar 2014 10:45
Settar skorður í útgjöldum Árið 2015 munu liðin í Formúlu 1 þurfa að halda sig innan 200 milljón evra í útgjöld. Það er gert til þess að jafna hlut liðanna. Stærstu liðin í dag eru að verja gríðarlegum fjármunum eða rúmum 47 milljörðum króna á hverju ári. 13. febrúar 2014 15:15