Ben Martin enn í forystusætinu í Louisiana 26. apríl 2014 11:42 Það virðist fátt geta stöðvað Ben Martin á Zurich Classic AP/Vísir Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira