„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. apríl 2014 19:28 Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. Ghasem Mohammadi hefur verið flóttamaður í fjögur ár, en hann flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið neitt síðan á mánudag, en Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða sendi sjúkrabíl eftir honum á miðvikudagskvöld og dvaldi hann eina nótt á spítalanum þar sem hann fékk næringu í æð. Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar. Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi engin haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira