Flutningar með hvalkjöt: Ekkert gefið upp um hvort gripið verði til aðgerða Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel. Máritíus Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel.
Máritíus Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira