Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar 23. apríl 2014 11:31 Kvikmyndin Divergent hefur heldur betur slegið í gegn. Það sést vel á bæði ásókn í sýningar hennar og á dómum áhorfenda sem og gagnrýnenda en myndin hefur víðast hvar fengið góða dóma. Myndin er vissulega svar framleiðslufyrirtækisins Summit Entertainment við Hungurleikunum. Enda má sjá ákveðin líkindi; báðar myndirnar eru byggðar á bókum, báðar fjalla um sterkar kvenpersónur og báðar gerast í dystópískri heimsmynd. Þetta eru þó einu líkindin að mínu mati. Divergent byggir á samnefndri skáldsögu eftir Veronicu Roth og er sögusviðið Chicago-borg í fjarlægri framtíð eftir að miklar hamfarir hafa orðið á jörðinni í kjölfar stríðsátaka. Sagan hverfist um unglingsstúlkuna Beatrice Prior (Shailene Woodley) sem býr í borginni. Friður ríkir þegar sagan byrjar og til þess að vernda íbúana og viðhalda friðnum hefur verið byggður gríðarlega stór múr utan um borgina og samfélaginu skipt upp í fimm fylkingar, þ.e. Ósérplægni (félagsþjónustan og stjórnin), Bersögli (lögfræðingarnir), Hugprýði (herinn), Fjölvísi (vísindamennirnir) og Samlyndi (bændurnir). Íbúunum er skylt að velja sér fylkingu eftir að hafa gengist undir próf sem segir til um hæfileika hvers og eins en sterkasti hæfileiki einstaklingsins stjórnar valinu. Beatrice fer í prófið og þar kemur í ljós að hún tilheyrir ekki einni tiltekinni fylkingu því hún er Afbrigði eða Divergent. Hún heldur þessu leyndu og ákveður að ganga til liðs við Hugprýði sem er fylking her- og lögreglumanna. Það kemur þó fljótlega í ljós að friðurinn er eingöngu á yfirborðinu því valdamiklir aðilar innan fylkingarinnar Fjölvísi vilja ná völdum yfir stjórn borgarinnar en stjórnin er í höndum Ósérplægni. Beatrice þarf því að taka á honum stóra sínum og komast að því hver stendur á bakvið valdataflið og koma á friði. Gallar myndarinnarGalli myndarinnar liggur aðallega í því að hún er ansi lengi að komast af stað og forsagan er ekki útskýrð nægilega vel að mínu mati. Sum atriði virka á mann sem endurtekningar og bæta litlu við söguþráðinn. Vil ég meina að hér sé leikstjóra myndarinnar, Neil Burger, um að kenna. Ég tel líka að það sé honum að kenna að hin hæfileikaríka leikkona Shailene Woodley fær ekki almennilega að sýna hvað í henni býr. Hún er nefnilega frábær leikkona eins og sést best í myndinni The Descendants.En í Divergent er henni leyft að sýna slöpp leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu, eins og að bíta í vörina á sér og strjúka sér um hárið til að undirstrika tilfinningar sínar. Hún getur þó haldið uppi heilli kvikmynd og fær stóran plús fyrir það. Myndin er að sjálfsögðu ætluð ákveðnum markhóp, 13 til 18 ára, og ber þess vel merki. Þá sérstaklega þegar kemur að ákveðnum klisjum sem birtast í myndinni en á köflum hélt ég að ég væri að horfa á sjónvarpsþátt um líf ungra menntaskólanema, The O.C. eða eitthvað álíka. Þessar klisjur birtast meðal annars í mörgum innihaldslausum samtölum. Líkingar með trúarhópum samtímansSaga myndarinnar er ákveðin allegoría um tilgangslaust ofbeldi gagnvart minnihlutahópum. Speglar myndin því að vissu leyti samtímann og er mér hugsað til Mið-Afríkulýðveldisins þar sem að þjóðarmorð virðist vera í uppsiglingu. Þannig má finna ákveðin líkindi við fylkingarnar í myndinni og trúarhópa samtímans. Þarna liggur stærsti kostur myndarinnar en jafnframt leynist þar galli. Til að mynda tel ég það galla að forðast það að sýna áhorfendum almennilega tilgangslausa ofbeldið sem almennir borgarar í myndinni verða fyrir en sem dæmi þá er atriði í myndinni þar sem á að myrða saklausa borgara í massavís en farið er mjög varlega í kringum það. Hérna hefði átt að staldra við og leggja meiri áherslu á sýna áhorfendum ofbeldið og hryllinginn á opinskáan hátt. Það er ekki gert og því verður samúðin minni og barátta Beatrice fær ekki nógu styrkar stoðir. Þetta finnst mér vera eins og ef Steven Spielberg hefði ekki sýnt grimmdarverk Nasista í Schindler´s List.Þó að Hollywood geti ekki leyft sér að fara of djúpt í ofbeldi og grimmdarverk, vegna þrýstings frá kvikmyndaeftirlitinu og dreifingaraðilum, þá er það vel að Hollywood sé farið að einbeita sér að sterkum kvenpersónum eins og Beatrice. Við þurfum nefnilega fleiri kvikmyndir sem skarta kvenhetjum. Myndin hefur upp á margt að bjóða en það hefði mátt tóna niður klisjurnar. Hefði mátt leggja meiri áherslu á grunnhugmynd myndarinnar sem er barátta Beatrice við spillt samfélag og óhugnalegar hugmyndir og grimmdarverk. Væntanlega fá þessir þættir meira vægi í bókaflokknum, en ég hef ekki lesið bækurnar og get ekki dæmt um það. Þessi mynd er þó ansi fastmótuð fyrir ákveðin markhóp, ólíkt The Hunger Games sem hentar breiðari aldurshóp. Niðurstaðan er sú að sem mynd fyrir markhópinn sinn fær hún 4 stjörnur en sem almenn kvikmynd borin saman við aðra stórsmelli frá Hollywood af sama meiði þá fær hún 2 stjörnur. Harmageddon Mest lesið Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon
Kvikmyndin Divergent hefur heldur betur slegið í gegn. Það sést vel á bæði ásókn í sýningar hennar og á dómum áhorfenda sem og gagnrýnenda en myndin hefur víðast hvar fengið góða dóma. Myndin er vissulega svar framleiðslufyrirtækisins Summit Entertainment við Hungurleikunum. Enda má sjá ákveðin líkindi; báðar myndirnar eru byggðar á bókum, báðar fjalla um sterkar kvenpersónur og báðar gerast í dystópískri heimsmynd. Þetta eru þó einu líkindin að mínu mati. Divergent byggir á samnefndri skáldsögu eftir Veronicu Roth og er sögusviðið Chicago-borg í fjarlægri framtíð eftir að miklar hamfarir hafa orðið á jörðinni í kjölfar stríðsátaka. Sagan hverfist um unglingsstúlkuna Beatrice Prior (Shailene Woodley) sem býr í borginni. Friður ríkir þegar sagan byrjar og til þess að vernda íbúana og viðhalda friðnum hefur verið byggður gríðarlega stór múr utan um borgina og samfélaginu skipt upp í fimm fylkingar, þ.e. Ósérplægni (félagsþjónustan og stjórnin), Bersögli (lögfræðingarnir), Hugprýði (herinn), Fjölvísi (vísindamennirnir) og Samlyndi (bændurnir). Íbúunum er skylt að velja sér fylkingu eftir að hafa gengist undir próf sem segir til um hæfileika hvers og eins en sterkasti hæfileiki einstaklingsins stjórnar valinu. Beatrice fer í prófið og þar kemur í ljós að hún tilheyrir ekki einni tiltekinni fylkingu því hún er Afbrigði eða Divergent. Hún heldur þessu leyndu og ákveður að ganga til liðs við Hugprýði sem er fylking her- og lögreglumanna. Það kemur þó fljótlega í ljós að friðurinn er eingöngu á yfirborðinu því valdamiklir aðilar innan fylkingarinnar Fjölvísi vilja ná völdum yfir stjórn borgarinnar en stjórnin er í höndum Ósérplægni. Beatrice þarf því að taka á honum stóra sínum og komast að því hver stendur á bakvið valdataflið og koma á friði. Gallar myndarinnarGalli myndarinnar liggur aðallega í því að hún er ansi lengi að komast af stað og forsagan er ekki útskýrð nægilega vel að mínu mati. Sum atriði virka á mann sem endurtekningar og bæta litlu við söguþráðinn. Vil ég meina að hér sé leikstjóra myndarinnar, Neil Burger, um að kenna. Ég tel líka að það sé honum að kenna að hin hæfileikaríka leikkona Shailene Woodley fær ekki almennilega að sýna hvað í henni býr. Hún er nefnilega frábær leikkona eins og sést best í myndinni The Descendants.En í Divergent er henni leyft að sýna slöpp leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu, eins og að bíta í vörina á sér og strjúka sér um hárið til að undirstrika tilfinningar sínar. Hún getur þó haldið uppi heilli kvikmynd og fær stóran plús fyrir það. Myndin er að sjálfsögðu ætluð ákveðnum markhóp, 13 til 18 ára, og ber þess vel merki. Þá sérstaklega þegar kemur að ákveðnum klisjum sem birtast í myndinni en á köflum hélt ég að ég væri að horfa á sjónvarpsþátt um líf ungra menntaskólanema, The O.C. eða eitthvað álíka. Þessar klisjur birtast meðal annars í mörgum innihaldslausum samtölum. Líkingar með trúarhópum samtímansSaga myndarinnar er ákveðin allegoría um tilgangslaust ofbeldi gagnvart minnihlutahópum. Speglar myndin því að vissu leyti samtímann og er mér hugsað til Mið-Afríkulýðveldisins þar sem að þjóðarmorð virðist vera í uppsiglingu. Þannig má finna ákveðin líkindi við fylkingarnar í myndinni og trúarhópa samtímans. Þarna liggur stærsti kostur myndarinnar en jafnframt leynist þar galli. Til að mynda tel ég það galla að forðast það að sýna áhorfendum almennilega tilgangslausa ofbeldið sem almennir borgarar í myndinni verða fyrir en sem dæmi þá er atriði í myndinni þar sem á að myrða saklausa borgara í massavís en farið er mjög varlega í kringum það. Hérna hefði átt að staldra við og leggja meiri áherslu á sýna áhorfendum ofbeldið og hryllinginn á opinskáan hátt. Það er ekki gert og því verður samúðin minni og barátta Beatrice fær ekki nógu styrkar stoðir. Þetta finnst mér vera eins og ef Steven Spielberg hefði ekki sýnt grimmdarverk Nasista í Schindler´s List.Þó að Hollywood geti ekki leyft sér að fara of djúpt í ofbeldi og grimmdarverk, vegna þrýstings frá kvikmyndaeftirlitinu og dreifingaraðilum, þá er það vel að Hollywood sé farið að einbeita sér að sterkum kvenpersónum eins og Beatrice. Við þurfum nefnilega fleiri kvikmyndir sem skarta kvenhetjum. Myndin hefur upp á margt að bjóða en það hefði mátt tóna niður klisjurnar. Hefði mátt leggja meiri áherslu á grunnhugmynd myndarinnar sem er barátta Beatrice við spillt samfélag og óhugnalegar hugmyndir og grimmdarverk. Væntanlega fá þessir þættir meira vægi í bókaflokknum, en ég hef ekki lesið bækurnar og get ekki dæmt um það. Þessi mynd er þó ansi fastmótuð fyrir ákveðin markhóp, ólíkt The Hunger Games sem hentar breiðari aldurshóp. Niðurstaðan er sú að sem mynd fyrir markhópinn sinn fær hún 4 stjörnur en sem almenn kvikmynd borin saman við aðra stórsmelli frá Hollywood af sama meiði þá fær hún 2 stjörnur.
Harmageddon Mest lesið Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon