Enski boltinn

Mourinho vill skipta út öllu byrjunarliðinu gegn Liverpool

Mourinho í kvöld.
Mourinho í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið sem hefur sett leik liðsins gegn Liverpool um næstu helgi á sunnudag.

Þetta er nánast úrslitaleikur í deildinni og Chelsea verður að vinna leikinn til þess að halda von í titilmöguleikum sínum.

Portúgalinn segir að það sé lítið annað í stöðunni en að skipta algjörlega um byrjunarlið frá leiknum í Meistaradeildinni í kvöld.

"Ég get samt ekki ákveðið þetta sjálfur. Ég verð að hlusta á þá sem ráða félaginu. Ég er bara knattspyrnustjórinn," sagði Mourinho í kvöld.

"Við erum fulltrúar enska boltans í þessari keppni og eina enska liðið sem er eftir í Evrópukeppnum í ár. Spánn á fjögur lið og þeirra samband gerði þeim mögulegt að geta keppt á tveimur vígstöðvum.

"Ég veit hvað ég vil gera en ég er ekki félagið. Ég vil spila um helgina á þeim leikmönnum sem spila ekki seinni leikinn í Meistaradeildinni eftir viku."

Hann verður klárlega án þeirra Petr Cech og John Terry um helgina. Frank Lampard og John Obi Mikel verða í banni í seinni leiknum gegn Atletico.


Tengdar fréttir

Steindautt jafntefli hjá Atletico og Chelsea

Það er allt galopið fyrir seinni leik Atletico Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Spáni í kvöld.

Cech spilar ekki meira | Lítur illa út með Terry

Chelsea varð fyrir miklu áfalli í kvöld er markvörður þeirra, Petr Cech, meiddist illa á öxl. Hann mun ekki spila meira á tímabilinu og tímabilinu gæti einnig verið lokið hjá John Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×