Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2014 21:56 visir/anton/daníel Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Boðuð vinnustöðvun verður á öllum flugvöllum frá kl 4 til kl 9 í fyrramálið og flugfarþegar geta búist við þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á Keflavíkurflugvelli og um tveggja klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli á umræddu tímabili. „Við höfum ákveðið að fresta viðræðum til klukkan þrjú á morgun,“ segir Kristján. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en það dugði ekki til. „Við eigum þó nokkuð í land með það að ná samningum og það ber einfaldlega of mikið á milli eins og staðan er.“ Kristján segir að samninganefndirnar hafi kastað hugmyndum á milli sín í dag og ætla síðan að vinna úr þeim á ný á morgun. Verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um átján prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Boðuð vinnustöðvun verður á öllum flugvöllum frá kl 4 til kl 9 í fyrramálið og flugfarþegar geta búist við þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á Keflavíkurflugvelli og um tveggja klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli á umræddu tímabili. „Við höfum ákveðið að fresta viðræðum til klukkan þrjú á morgun,“ segir Kristján. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en það dugði ekki til. „Við eigum þó nokkuð í land með það að ná samningum og það ber einfaldlega of mikið á milli eins og staðan er.“ Kristján segir að samninganefndirnar hafi kastað hugmyndum á milli sín í dag og ætla síðan að vinna úr þeim á ný á morgun. Verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um átján prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum.
Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00
Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20
Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31
Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15