„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. apríl 2014 20:00 Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið. Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið.
Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29