Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. apríl 2014 14:13 Róbert Aron Hostert er lykilmaður hjá ÍBV. Vísir/Valli ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira
ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“
Olís-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira