Innlent

Hóta að hætta við allar ferðir á Everest

Fjallaleiðsögumenn á Everest, eða sherpar, hafa hótað að hætta við allar ferðir á fjallið í kjölfar mannskæðasta slyss í sögu þess, þegar snjóflóð féll á föstudagsmorguninn. Staðfest er að 13 létu lífið og þriggja er enn saknað og minnast sherparnir fallinna félaga sinna í dag.

Reiði gætir í hópi sherpanna og segjast þeir ekki ætla að fylgja hópum á fjallið nema gengið verði að kröfum sem þeir settu fram á fundi í grunnbúðunum í gær, innan viku. Þær snúa flestar að öryggisatriðum en einnig vilja þeir að 30% af gjaldi sem tekið er af fjallgöngumönnum renni í nýjan sjóð fyrir sherpanna og að líftryggingar þeirra verði tvöfaldaðar.

Nokkrir hópar göngumanna hafa þegar ákveðið að hætta við göngu á tindinn en aðrir eru enn að hugsa málið, meðal annars hópur Vilborgar Örnu Gissurardóttur. Leiðin um Khumbu ísfallið, þar sem snjóflóðið féll, verður lokuð næstu daga í virðingarskyni við þá sem fórust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×