Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins við Hótel Rangá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2014 20:00 Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira